Drangey Music Festival í Skagafirði

Tónlistarhátíðin Drangey Music festival fer fram í annað skiptið laugardaginn 25. júní 2016.
Líkt og á síðasta ári verða Reykir á Reykjaströnd vettvangur hátíðarinnar, þar sem Drangey, Tindastóll, Grettislaug og sólarlagið skapar ógleymanlegan vettvang fyrir frábæra tónlist.  Þetta árið verða það Retro Stefson, Sverrir Bergmann, Úlfur Úlfur, Beebee and the bluebirds og Stebbi og Eyfi sem eiga sviðið, ásamt úrvali heimafólks.
Á Reykjum er rekin ferðaþjónusta og þar munu tónleikagestir eiga möguleika á að setja niður tjöld, auk þess að kaupa veitingar og siglingar í Drangey.
Öll fjölskyldan er velkomin á hátíðina og frítt er fyrir börn yngri en 14 ára í fylgd með fullorðnum.

13254585_1735632103375225_2503120555868272762_n