Dramatík á Ólafsfjarðarvelli

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Vestri mættust í 2. deild karla í knattspyrnu á Ólafsfjarðarvelli í dag. Fyrir leikinn var KF með aðeins 5 stig á botni deildarinnar eftir 11 leiki, og sex stig frá næsta liði.  Vestfirðingarnir byrjuðu leikinn betur og voru komnir í 0-2 eftir 26 mínútur. KF gerði þrjár skiptingar í fyrri hálfleik og þurftu meðal annars að skipta nýjum markmanni inná, en það var hinn reyndi Þorvaldur Þorsteinsson, en hann hefur aðeins leikið 4 deildar- og bikarleiki fyrir KF á árunum 2014-2009, en alls 77 leiki frá árinu 1997.

KF gekk betur í síðari hálfleik en nýi spænski framherjinn, Isaac Ruben Rodriguez Ojeda skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn á fyrstu mínútu uppbótar tíma í 2-2, og allt stefndi í jafntefli þar til Vestri fékk vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. Vestri skoraði úr vítinu, og kláruðu leikinn 2-3. Leikskýrsluna má sjá á vef KSÍ.

Næsti leikur KF er gegn Magna á Grenivík á miðvikudaginn.