Þriðja dragkeppni hinsegin Norðurlands verður haldin laugardaginn 2. mars í Rósenborg á Akureyri. Húsið mun opna kl 19:00 og dagskrá hefst stundvíslega klukkan 19:30. Keppnin er haldin af samtökunum Hinsegin Norðurland, en það eru fræðslu- og stuðningssamtök hinsegin fólks á Norðurlandi. Samtökin halda úti ýmsu félagsstarfi auk þess að fara með kynningar í skóla víða um land.
Dragkeppni Norðurlands er stærsti opni viðburður Hinsegin Norðurlands og mikið púður lagt í að gera hana sem glæsilegasta. Keppnin í ár lofar góðu enda fleiri keppendur en nokkru sinni fyrr.