Dragan Stojanovic nýr þjálfari KF

Í gær var gengið frá ráðningu þjálfara meistaraflokks Knattspyrnufélags Fjallabyggðar. Dragan Stojanovic skrifaði undir 2ja ára samning við KF.

Dragan þjálfaði karlalið Þórs árið 2005, 2007-2010 og kvennalið Þórs/KA með góðum árangri og árið 2011 tók hann við Völsungi í 2. deild og kom liðinu upp á fyrsta ári.

Þá skrifuðu einnig ungir og efnilegir leikmenn KF undir samning til næstu tveggja ára. Þeir eru Grétar Áki Bergsson, Kristófer Andri Ólafsson og Örn Elí Gunnlaugsson.

Heimild: kfbolti.is