Dómaranámskeið í Ólafsfirði

Mánudaginn 22. apríl næstkomandi verður dómaranámskeið í Vallarhúsi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar í Ólafsfirði.  Námskeiðið er grunnnámskeið og hefst kl. 18.

Allir leikmenn í 3. flokki KF eru skyldugir til að mæta. Leikmenn félagsins eiga að vera tilbúnir að dæma leiki í sumar á Nikulásarmóti og Pæjumótinu. Með þessu fá leikmenn innsýn í störf dómara og leikreglur ásamt því að sinna skyldum félagsins gagnvart Knattspyrnusambandi Íslands.