Djúpið sýnt í Fjallabyggð á sunnudaginn

Sunnudaginn 6. nóvember verður leikritið Djúpið sýnt í Bátahúsi Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Um er að ræða einleik stórleikarans Ingvars E. Sigurðsonar, en verkið var skrifað með hann í huga. Jón Atli Jónasson, höfundur verksins, þreytir hér frumraun sína sem leikstjóri.

Djúpið hlaut Grímuna sem útvarpsverk ársins 2011 og  Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin 2011 í júní síðastliðnum.

Forsala aðgöngumiða fer fram í Síldarminjasafninu og miðapantanir í síma 467-1604. Miðinn kostar 3.400 krónur. Sýningin fer fram kl 20 sunnudaginn 6. nóvember.

Djúpið verður einnig frumsýnt í Leikfélagi Akureyrar þann 5. nóvember.

Sjá nánar hér.