Demantshringurinn formlega opnaður á laugardaginn

Demantshringurinn er stórkostlegur 250 kílómetra langur hringvegur á Norðurlandi, en þar er að finna magnaðar náttúruperlur og skemmtilega afþreyingu.
Laugardaginn 22. ágúst 2020 verður formleg opnun á Demantshringnum og að því tilefni verður klippt á borða við áningarstað ofan við Vesturdal (https://goo.gl/maps/n541zWxHZS1bvtwf9 ).

Formleg athöfn hefst stundvíslega kl.13:00

Þar sem það mega ekki fleiri en 100 manns koma saman í einu, þá verður fólk að skrá sig á viðburðinn svo hægt verði að halda utanum fjöldann.
Skráning fer fram hér: https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi/opnun-demantshringsins
Þetta er kjörið tækifæri til að ferðast leiðina og gera sér glaðan dag.

Fyrirtækin á svæðinu bjóða uppá:

  • 2 fyrir 1 í Jarðböðin 19.-23. ágúst – Til þess að nýta afsláttinn þarf að bóka á netinu og nota kóðann DIAMOND2020. Kóðinn opnast 19. ágúst.
  • 25% afsláttur hjá Cape Hótel Húsavík alla helgina