Dekurdagar á Akureyri eru að hefjast

Dekurdagar á Akureyri fara fram 30. september – 3. október. Þetta er helgi þar sem vinkonur, vinir, pör, fjölskyldur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hægt er að velja úr fjölda viðburða sem gleðja hjartað, verslanir og fyrirtæki bjóða mörg hver upp á ýmiskonar dekurlega afslætti af þessu tilefni. . Um leið er safnað fyrir Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis m.a. með sölu klúta, bleikra slaufa og framlagi fyrirtækja og einstaklinga. Á síðasta ári söfnuðust um 4.2 milljónir til styrktar Krabbameinsfélagsins.
(Dömulegir) Dekurdagar voru fyrst haldnir árið 2008.

DAGSKRÁ 2021

Fimmtudagur 30. september

Listasafnið á Akureyri:
Sýningarnar: Ragnar Kjartansson Undirheimar Akureyrar, Hekla Björt Helgadóttir Villiljóð – Að ganga inn í ljóðabók, Takmarkanir – samsýning norðlenskra myndlistarmanna. Ann Noël, Teikn og tákn og Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson, Vísitasíur. Sjá nánar á www.listak.is
Opið 12.00-17.00

Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan & Nonnahús:
Sýningarnar: Land fyrir stafni – Íslandskortasafn Schulte, Fermingarstund á ljósmyndastund á ljósmyndastofunni, Nýjar vörur daglega…, Akureyri bærinn minn – ljósmyndasýning barna, Akureyri bærinn við Pollinn og Tónlistarbærinn Akureyri. Sjá nánar www.minjasafnid.is
Opið 12.00-17.00

Glerártorg: Dekurdagar á Glerártorgi.
Glæsileg tilboð í verslunum Glerártorgs og skemmtidagskrá.
Menningarfélag Akureyrar verður á svæðinu með kynningar- og sölubás fyrir komandi sýningar.
Lukkuleikur þar sem hægt verður að næla sær í spennandi vinninga hjá verslunum Glerártorgs.
Málverkasýning – Gellur sem mála í bílskúr.
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis verður með kynningarbás og margar skemmtilegar uppákomur um allt hús til að dreifa mannfjöldanum.
Kl. 19.00-22.00

Ketilhús (Listasafnið á Akureyri): Opnar æfingar Arctic Opera
Félagarnir í Arctic Opera eru með opnar æfingar á fimmtudagskvöldum í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Gestum er boðið að fylgjast með atvinnufólki í óperusöng undirbúa sig fyrir ýmis konar verkefni. Kaffihúsið Ketilkaffi býður tilboð á drykkjum fyrir áhorfendur.
Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir en frjáls framlög velkomin í hattinn.
Arctic Opera er hópur klassísk þjálfaðra óperusöngvara á Norðurlandi. Hópurinn mun bjóða reglulega uppá tónleika og sýningar undir listrænni stjórn Michael Jón Clarke sem hefur þjálfað flesta flytjendur. Arctic Opera státar framúrskarandi röddum og má þar nefna verðlaunahafa Pavarotti verðlauna 2016 Gísla Rúnar Víðisson. Efnisskrá þeirra inniheldur margar af þekktustu og krefjandi aríum sögunnar, ásamt íslenskum perlum og léttu spjalli á milli laga.
Á æfingunni munu eftirtaldir taka þátt:
Michael Jon Clarke – bariton, Gísli Rúnar Víðisson – tenor, Guðrún Ösp Sævarsdóttir – mezzosopran, Helena Guðlaug Bjarnadóttir – sópran, Hlini Gíslason – tenor, Páll B Sabo – Píanóleikari
kl. 20.00 – 22.00

Menningarfélag Akureyrar:
Hælið
, Kristnesi: Sviðslistaverkið Tæring sýnt kl. 21.00

Hlaðan Litli-Garður: Sviðslistaverkið Í myrkri eru allir kettir gráir sýnt kl. 21.00

Vamos Kviss með Þóri Stein kl. 21.00

R5 bar: Októberfest og Dekurdagar kl. 21.00-23.00

Föstudagur 1. október

Listasafnið á Akureyri:
Sýningarnar: Ragnar Kjartansson Undirheimar Akureyrar, Hekla Björt Helgadóttir Villiljóð – Að ganga inn í ljóðabók, Takmarkanir – samsýning norðlenskra myndlistarmanna. Ann Noël, Teikn og tákn og Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson, Vísitasíur. Sjá nánar á www.listak.is
Opið 12.00-17.00

Minjasafnið á Akureyri og Nonnahús:
Sýningarnar: Akureyri bærinn við Pollinn og Tónlistarbærinn Akureyri. Sjá nánar www.minjasafnid.is
Opið 12.00-17.00

Iðnaðarsafnið á Akureyri:
Opið 13.00-16.00

Föstudagsfjör í miðbænum á Akureyri og verða verslanir opnar fram eftir kvöldi.
Ýmsar uppákomur og skemmtanir, góðgæti, ómótstæðileg tilboð, dekur og skemmtileg stemning.
– Krónan: Eignaver býður upp á léttar veitingar og bleika stemningu 15.00-17.00,
– Krónan: Pink Party – veitingar og tilboð hjá Centro og Isabellu  kl. 20.00-23.00
Dekurklútarnir (kr 4000) og handgerðir fánar eftir listakonuna Jonnu (kr. 10.000) til sölu í Centro.  Upphæðin af sölu klúta og fána rennur óskipt til Krabbameinsfélags Akureyar og nágrennis.
– Bláa kannan: Nýjar myndir eftir Lindu Óla til sýnis á kaffihúsinu
– GB Gallery –  Léttar veitingar frá kl. 18.00 – opið til 22.00
– Sykurverk Café – Mini Cupcakes seldar til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis

Fasteignasala Akureyrar: Opið hús, léttar veitingar, Kristján Edelstein leikur ljúfa tónlist kl. 16.00 – 18.00

Ketilkaffi: Krágáta kl. 20.30

Menningarfélag Akureyrar:
Hælið
, Kristnesi: Sviðslistaverkið Tæring sýnt kl. 19.30 & kl. 21.00

Hlaðan Litli-Garður: Sviðslistaverkið Í myrkri eru allir kettir gráir sýnt kl. 21.00

Græni hatturinn: Hljómsveitin Sycamore Tree heldur tónleika. Kl. 21.00

Vamos Ágúst Brynjars tónlistarmaður kl. 22.00 

Íþróttahöllin: Aldamótatónleikar kl. 22.00 

Laugardagur 2. október

Listasafnið á Akureyri:
Sýningarnar: Ragnar Kjartansson Undirheimar Akureyrar, Hekla Björt Helgadóttir Villiljóð – Að ganga inn í ljóðabók, Takmarkanir – samsýning norðlenskra myndlistarmanna. Ann Noël, Teikn og tákn og Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson, Vísitasíur. Sjá nánar á www.listak.is
Opið 12.00-17.00

Minjasafnið á Akureyri og Nonnahús:
Sýningarnar: Akureyri bærinn við Pollinn og Tónlistarbærinn Akureyri. Sjá nánar www.minjasafnid.is
Opið 12.00-17.00

Iðnaðarsafnið á Akureyri:
Opið 13.00-16.00

Davíðshús
Leiðsögn um húsið kl. 13.00 & kl. 14.00

Mótorhjólasafn Íslands
Sérsýning í gangi um Hilmar Lútersson snigil nr 1. Sýnd eru nokkur þeirra mótorhjóla sem hann hefur farið höndum um ásamt munum úr hans eigu. Hilmar er 83 ára og hefur gert upp bíla og mótorhjól frá unga aldri og er enn að 83 ára gamall.
Opið 13.00-16.00

Menningarfélag Akureyrar:
Samkomuhúsið: Benedikt Búálfur leiksýning kl. 13.00
HOF: DÚNDURFRÉTTIR flytja PINK FLOYD kl. 20.00

Ketilkaffi: Kokteilakvöld kl. 19.00-23.00

Græni hatturinn: Hljómsveitin Jói Pé & Króli heldur tónleika. Kl.21.00

Sunnudagur 3. október

Listasafnið á Akureyri:
Sýningarnar: Ragnar Kjartansson Undirheimar Akureyrar, Hekla Björt Helgadóttir Villiljóð – Að ganga inn í ljóðabók, Takmarkanir – samsýning norðlenskra myndlistarmanna. Ann Noël, Teikn og tákn og Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson, Vísitasíur. Sjá nánar á www.listak.is
Opið 12.00-17.00

Minjasafnið á Akureyri:
Sýningarnar: Akureyri bærinn við Pollinn og Tónlistarbærinn Akureyri. Sjá nánar www.minjasafnid.is
Opið 12.00-17.00

Iðnaðarsafnið á Akureyri:
Opið 13.00-16.00

Mótorhjólasafn Íslands
Sérsýning í gangi um Hilmar Lútersson snigil nr 1. Sýnd eru nokkur þeirra mótorhjóla sem hann hefur farið höndum um ásamt munum úr hans eigu. Hilmar er 83 ára og hefur gert upp bíla og mótorhjól frá unga aldri og er enn að 83 ára gamall.
Opið 13.00-16.00

Menningarfélag Akureyrar:
Samkomuhúsið:
 Benedikt Búálfur leiksýning kl. 13.00
Hof: Saga Borgarættarinnar, frumsýning á kvikmynd kl. 15.00