Bæjarstjóri Fjallabyggðar flutti eftirfarandi tillögu á fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar í dag, 15. febrúar:

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt deiliskipulag fyrir Hóls- og Skarðsdal, enda verði eftirtalinna atriða gætt við endanlega hönnun golfvallarins í Hólsdal:

1. Golfkúlum verði aldrei slegið yfir reiðleið.

2. Reiðleiðir verði aðskildar frá annarri umferð eins og kostur er.

3. Gert verði ráð fyrir sérstakri þjónustuleið fyrir skógrækt og önnur útivistarsvæði.

Egill Rögnvaldsson og Guðmundur Gauti Sveinsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

“Það er mikið fagnaðarefni að loksins er komin fram heilstæð framtíðaráætlun um uppgræðslu og vonandi uppbyggingu á mikilli útivistarparadís í Hólsdalnum og Skarðsdalnum hér í Siglufirði”.