Deiliskipulag fyrir væntanlega hótelbyggingu Rauðku í góðum farvegi

Deiliskipulag fyrir væntanlega hótelbyggingu við Snorragötu á Siglufirði hefur verið auglýst og bárust engar athugasemdir.
Skipulagið er nú til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun ríkisins og er endanlegs samþykkis að vænta í næstu viku.

Deiliskipulag vegna Snorragötu á Siglufirði gæti verið skv. áætluðum kostnaði bæjarfélagsins um 11.000.000 kr.