Deiliskipulag fyrir Hótel Sunnu á Siglufirði hefur ekki verið samþykkt hjá Skipulagsstofnun.  Byggjendur hótelsins vilja hefja vinnu nú í haust en sú vinna gæti tafist ef samþykki berst ekki bráðlega. Fjallabyggð hefur þó samþykkt lóðarstaðsetningu, byggingarreit, fyrirkomulag og hæðarlegu hótels. Að auki vilja byggjendur fá vilyrði um að ófrágengnar snjóflóðavarnir muni ekki tefja byggingu hótelsins.

Skiplags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar  segist ekki geta ekki lofað að ófrágengnar snjóflóðavarnir tefji ekki byggingu hótelsins þar sem fjármögnun á verkefninu er í höndum Ofanflóðasjóðs.

Byggjendur hótelsins er félagið Selvík ehf sem er systurfélag Rauðku ehf og hafa þeir gefið út að vinna við hótelið muni tefjast um 1 ár sökum þessa.