Deilibíll í boði fyrir íbúa á Akureyri

Zipcar deilibíll er kominn til Akureyrar og er tilbúinn til notkunar fyrir íbúa, starfsfólk fyrirtækja og gesti bæjarins. Deilibíllinn er staðsettur í miðbænum, á horni Skipagötu og Hofsbótar.

Akureyrarbær tekur þátt í tilraunaverkefni um áhrif þess að innleiða deilibílaþjónustu. Verkefnið er leitt af verkfræðistofunni EFLU í samstarfi við Zipcar deilibílaleigu, Akureyrabæ, Garðabæ og Hafnarfjörð með styrk frá rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Nánar hér.

Þjónustan virkar þannig að fólk bókar bílinn í Zipcar appinu, sækir hann og skilar aftur á sama stað. Nánar á heimasíðu Zipcar. Deilibíllinn verður aðgengilegur í að minnsta kosti sex mánuði í tilraunaskyni.

Samkvæmt rannsóknum getur hver Zipcar tekið allt að 13 einkabíla úr umferðinni sem þá minnkar að sama skapi þörf fyrir bílastæði.

Heimild: akureyri.is