Tilkynnt var um dauðan hval, andarnefju á floti á Eyjafirði í gær. Öllum hlutaðeigandi stofnunum var gert viðvart um þetta af lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Andarnefjan hafði verið orðin ansi slök í gær miðað við tilkynningu sem kom frá hvalaskoðunarfyrirtæki. Hafði síðan ekki haft þetta af og var á floti suðvestan við Svalbarðseyri þegar tilkynningin barst.