Dansmaraþon 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki hófst kl. 10:00 í morgun og stendur yfir til kl. 10:00 á morgun, fimmtudaginn 12. október.  Dansmaraþonið er ein helsta fjáröflun 10. bekkjar þar sem þau stefna að því að fara í skólaferðalag til Danmerkur í vor. Eins og hefð er orðin fyrir hafa nemendur æft dans undir stjórn Loga danskennara, sem stjórnar dansinum af sinni alkunnu snilld.

Nemendur 1.-9. bekkja skólans fá að dansa með 10. bekkingum á fyrirfram ákveðnum tímum.