Daniel Kristiansen hefur gert félagsskipti við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og mun leika með liðinu í 2. deildinni í sumar. Hann hefur leikið með liðinu á Kjarnafæðismótinu og er grjótharður miðjumaður en getur einnig spilað sem varnarmaður.  Hann hefur áður leikið með varaliði Esbjerg og danska liðinu Varde IF.

Hann er fæddur árið 1995 og verður 27 ára í maí. Heimildarmaður síðunnar segir hann vera búsettan í Fjallabyggð og eigi kærustu frá Ólafsfirði og sé þess vegna hingað kominn. Hann er sagður mikill hvalreki fyrir liðið og muni lyfta því upp á hærra plan í sumar.

Hann hefur unnið að því að taka UFEFA-A gráðuna og þjálfað hjá unglinga akademíu hjá Esbjerg í Danmörku.

Það verður áhugavert að fylgjast með þessum leikmanni í sumar.