Daníel Pétur ráðinn til Síldarminjasafnsins

Daníel Pétur Daníelsson hefur verið ráðinn til starfa við Síldarminjasafnið á Siglufirði til eins árs. Hann var valinn úr hópi fimmtán umsækjenda um starfið. Daníel er að ljúka námi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum, hefur lokið viðburðastjórnun og landvarðaréttindum auk þess sem hann tók um árabil þátt í síldarsöltunum á planinu við Róaldsbrakka.
Daníel hefur störf í janúar næstkomandi og býður stjórn safnsins og verðandi samstarfsfólk hann velkominn og óskar honum velfarnaðar í starfi.
Daníel hefur einnig leikið með hljómsveitinni Landabandinu undanfarin ár.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldaminjasafninu.