Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að verða við ósk Fjallabyggðar um viðræður um brunavarnir sveitarfélaganna og mun sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar að ræða við Elísa Pétursson bæjarstjóra Fjallabyggðar um fyrirkomulag viðræðna.
Sjá nánar eldri frétt hér:
Elías Pétursson bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur lagt til að skoðaðir verði möguleikar á sameiningu eða samvinnu brunavarna hjá Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð.
Bæjarstjóri Fjallabyggðar telur skynsamlegast sé að skoða möguleika að sameina brunavarnir í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Mat bæjarstjóra er að með sameiningu geti náðst fram bætt þjónusta og öryggi fyrir sambærilega fjármuni og sveitarfélögin leggja nú til málaflokksins.
Bæjarstjóri Fjallabyggðar leggur á það áherslu að hvort sem ákveðið verði að sameina slökkvilið sveitarfélaganna, auka samvinnu í málaflokknum eða reka sjálfstætt slökkvilið þá fari fram úttekt á stöðu brunavarna og í framhaldinu stefnumótun til lengri tíma. Við úttekt og stefnumótun þarf að horfa til lögbundinnar skyldu sveitarfélagsins sem og staðbundinna þátta svo sem og t.d. fjölda jarðganga í sveitarfélaginu.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra Fjallabyggðar að óska eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um mögulega sameiningu slökkviliða sveitarfélaganna.
Minnisblað bæjarstjóra Fjallabyggðar vegna málsins.