Dalvíkurbyggð verður heilsueflandi samfélag

Dalvíkurbyggð mun skrifa undir samstarfsamning við Landlækni um verkefnið „Heilsueflandi samfélag“. Formleg athöfn mun fara fram fimmtudaginn 23. október kl. 14:00 í íþróttamiðstöðinni þar sem landlæknir og sveitastjóri undirrita samninga

Verkefnið felst í því að vinna með fjóra megin þætti: Hreyfingu, næringu, líðan og lífsgæði.

Í tilefni af undirritun samstarfssamnings og að fyrsta árið verður tileinkað hreyfingu, verður íbúum boðið upp á heilsuviku frá 20. – 25. október í íþróttamiðstöðinni. Í boði er að fara frítt í sund og rækt. Allir tímar sem hafa verið í boði í líkamsræktinni í vetur verða opnir öllum, alla vikuna. Leiðbeint verður í sundi og líkamsrækt.

Dagskrá við undirskrift samstarfssamnings 23. október kl. 14 í íþróttamiðstöðinni

• Fimleikabörn í Dalvíkurbyggð sýna fimleikaæfingar
• Samningur undirritaður
• Fjölbreytt hreyfing í boði fyrir gesti í íþróttahúsinu
• Frítt í sund og rækt
• Glens og gleði á sundlaugarbakkanum
• Heilsusamlegar veitingar í boði fyrir alla