Dalvíkurbyggð semur við Hype um gerð kynningarmyndbands

Atvinnumála- og kynningarráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að semja við Hype ehf. um gerð kynningarmyndbands fyrir sveitarfélagið. Leitað var eftir tilboðum frá auglýsingastofum fyrir þetta verkefni. Samþykkt hefur verið að óska eftir 1.000.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna þessa verkefnis. Auglýsingastofan Hype er með höfuðstöðvar í Kópavogi og veitir alhliða þjónustu og ráðgjöf á sviðum markaðsmála og vefsíðugerðar.