Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða aðalbókara

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða aðalbókara á Fjármála- og stjórnsýslusvið. Aðalbókari ber ábyrgð á bókhaldi Dalvíkurbyggðar, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að þróast áfram í starfi og aðlaga sig að breyttu starfsumhverfi á hverjum tíma. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánar á Dalvík.is.