Dalvíkurbyggð í Útsvari á RÚV

Alls taka 24 lið þátt í þættinum Útsvari á RÚV en hann hefst 15. september næstkomandi. Dalvíkurbyggð er eitt þeirra 16 liða sem dregin voru út eftir stærð sveitarfélaganna.  Þau átta lið sem komust í fjórðungsúrslit síðasta vetur eru sjálfskrafa með þennan veturinn.  Dalvíkurbyggð hefur falið upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins að auglýsa eftir keppendum eða finna keppendur til að taka þátt fyrir hönd sveitarfélagsins.