DalvíkRáðhús Dalvíkur
Ektaböð ehf. óskuðu eftir leigu á á landbúnaðarlandi sunnan gamla Hauganessvegarins í Dalvíkurbyggð í byrjun júní mánaðar. Byggarráð frestaði þá erindinu, en Umhverfis- og dreifbýlisráð Dalvíkurbyggðar hafði samþykkt að gengið yrði til samninga um leigu landsins. Byggðarráð Dalvíkurbyggðar hefur nú samþykkt að hafna þessari lóðarleigu til Ektabaða, en málið var tekið fyrir á fundi 13. júlí síðastliðinn.
Þá var einnig samþykkt að hafna Ektaböðum ehf. um lóð fyrir smáhúsabyggð og bílastæði á ofangreindu landbúnaðarlandi ásamt stækkun lóðar nr. 235494 á Hauganesi.
Samþykkt var í Bæjarráði Dalvíkurbyggðar að taka til skoðunar notkunarmöguleika svæðisins og þá jafnvel með í huga að landið verði þróunarsvæði.