Dalvíkurbyggð gerir samning vegna afritunarþjónustu

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að gerður verði samningur við Tölvuþjónustuna Securestore á Akranesi um afritunarþjónustu fyrir Dalvikurbyggðar.

Veitt var heimild til þess að gera allt að 36 mánaða samning með 6 mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti hvenær sem er á samningstímanum.