Dalvíkurbyggð fær bæjarlistamann

Menningarráð Dalvíkurbyggðar hefur rætt þann möguleika að veita viðurkenningu til listamanns eða hóps árlega sem myndi þá kallast bæjarlistamaður Dalvíkurbyggðar.  Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar hefur fengið það hlutverk að gera drög að reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Dalvíkurbyggðar. Í Fjallabyggð hefur útnefning bæjarlistamanns verið frá árinu 2010.