Dalvíkurbyggð ekki með í Útsvari á RÚV

Ljóst er að Dalvíkurbyggð verður ekki með í spurningaþættinum Útsvari á RÚV vegna breyttra reglna. Sveitarfélagið var í hópi 11 annara sem dregin voru úr potti fyrir 6 laus sæti í keppninni.

Í tilkynningu frá RÚV kemur fram; Spurninga- og skemmtiþátturinn Útsvar hefur á liðnum árum verið eitt allra vinsælasta efnið í íslensku sjónvarpi. Frá upphafi hefur þátttaka í keppninni tekið mið af íbúafjölda sveitarfélaga, sem þýtt hefur að fámennari bæir og sveitir hafa ekki átt kost á að vera með þrátt fyrir mikinn áhuga.

24 lið taka þátt þetta árið. Fjallabyggð er með í keppninni þar sem þeir komust áfram í 2. umferð á síðasta ári, og einnig taka Akureyringar þátt, Skagfirðingar og Norðurþing, en þeir féllu úr leik í fyrstu umferð í ár.