Dalvíkurbyggð býður upp á frí ritföng í grunnskóla

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að sveitarfélagið bjóði upp á frí ritföng í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla fyrir  skólaárið 2017-2018. Engin umræða hafði farið fram um þessi mál hjá Dalvíkurbyggð, en skólastjóri Dalvíkurskóla sendi erindi til Byggðarráðs Dalvíkurbyggðar og óskaði eftir að málið yrði tekið til skoðunar.  Áætlaður kostnaður er rúmlega ein milljón króna sé miðað við 4500 kr. á hvern nemenda, en þeir eru um 240 alls í Dalvíkurbyggð. Frí ritföng verða til reynslu í eitt skólaár þar til annað verður ákveðið hjá Dalvíkurbyggð.