Dalvíkur Apótek opnar á ný

Til stendur að opna Dalvíkur Apótek að nýju, en beðið er eftir heimild frá Lyfjastofnun. Apótekið skal opnað að Hafnarbraut 7 á Dalvík.  Lyf og Heilsa keyptu Dalvíkur Apótek árið 2003, en Dalvíkur Apótek hóf starfsemi 1. september árið 1963.