Dalvík/Reynir lék við Hött í Lengjubikar í Boganum á Akureyri á Skírdag. Höttur var án stiga eftir 4 leiki, en Dalvík/Reynir hafði náð sér í 4 stig og gat með sigri komist í 3. sæti riðilsins. Eftir markalausan fyrri hálfleik, þá gerði Dalvík/Reynir þrefalda skiptingu strax eftir leikhlé. Ingvar Gylfason kom Dalvík/Reyni yfir á 56. mín, staðan 1-0. Fannar Daði Gíslason kom svo Dalvík/Reyni í 2-0 á  79. mínútu. Á 91. mínútu fékk svo Marteinn Kárason leikmaður Hattar rautt spjald. Lokatölur 2-0 fyrir Dalvík/Reyni. Dalvík/Reynir endaði í 3. sæti með 7 stig í B-deild, 4 riðli Lengjubikars.