Dalvík/KF spila á Goðamótinu um helgina

Goðamót Þórs verður haldið um helgina á Akureyri en þar keppir 6. flokkur stráka í knattspyrnu. Um 80 lið mæta til leiks og er mótið haldið nú í 40. sinn og eitt það stærsta hingað til. Sameiginlegt lið Dalvíkur/KF mætir til leiks með nokkur lið.

Mótið hefst á morgun föstudag og verður blásið til leiks í fyrstu leikjunum um klukkan 15:15 og leikið til um klukkan 21.  Leikir laugardagsins hefjast um klukkan 8:30 og lýkur keppni á laugardag um klukkan 18:30. Á sunnudag hefjast leikir klukkan 08:00 og eru áætluð mótslok um klukkan 14:30.

Leikjaplanið má sækja hér.