Dalvíkingar sterkir í stórsvigi
Um helgina fór fram bikarmót í alpagreinum á Dalvík, en það var Skíðafélag Dalvíkur og Skíðafélag Ólafsfjarðar sem héldu mótið í sameiningu. Keppt var í svigi og stórsvigi. Á síðari keppnisdegi var keppt í stórsvigi 14-15 ára stúlkna og drengja. Í stúlknaflokki voru stelpur frá Breiðablik og Ármanni í efstu sætunum, en í drengjaflokki voru Dalvíkingar í þremur af fjórum efstu sætunum.
Aðstæður í fjallinu voru frábærar og veður einstaklega gott.
Loka úrslit í stórsvigi stúlkna og drengja.