Dalvíkingar efstir í 3. deild karla
Meistaraflokkur Dalvíkur/Reynis hefur byrjað Íslandsmótið í knattspyrnu vel og eru efstir eftir tvær umferðir.
Eftir öruggan 4-0 sigur á KH í fyrstu umferðinni þá mætti liðið til Reykjavíkur um helgina og lék við Vængi Júpíters á Fjölnisvelli.
Númi Kárason skoraði strax í upphafi leiks fyrir D/R og var staðan því 0-1 eftir aðeins þrjár mínútur. Bæði lið gerðu eina skiptingu í hálfleik en Þröstur Jónasson fór útaf fyrir Halldór Jóhannesson hjá D/R.
Númi Kárason var aftur á ferðinni á 87. mínútu og kom D/R í þægilega stöðu, 0-2.
Þjálfari Dalvíkur gerði svo þrjár skiptingar í uppbótartímanum og náði liðið að halda þetta út og sigraði 0-2.
Liðið er núna með 6 stig á toppi 3. deildar með markatöluna 6-0.