Dalvík/Reynir og Víkingur Ólafsvík mættust í 13. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu á Dalvíkurvelli í dag. Um var að ræða toppslaginn í deildinni. D/R gátu komist í 2. sæti deildarinnar með sigri og Víkingur gat aukið forskot sitt á toppnum. Bæði lið hafa leikið vel í undanförnum leikjum og var búist við jöfnum leik.
Heimamenn byrjuðu leikinn afar vel og lögðu grunninn að góðum sigri strax í fyrri hálfleik.
Áki Sölvason skoraði strax á 4. mínútu fyrir D/R. Rúnar Helgi Björnsson skoraði aftur eftir 10 mínútur og voru heimamenn komnir í 2-0.
Áki Sölvason kom D/R í 3-0 á 45. mínútu og þannig var staðan í leikhlé.
Gestirnir gerðu eina skiptingu í hálfleik en þeim tókst ekki að breyta gangi leiksins. Auðunn Ingi markmaður D/R varði víti en það var besta tækifæri gestanna til að komast inn í leikinn
Víkingur gerði tvöfalda skiptingu þegar um 10 mínútur voru eftir og heimamenn gerðu einnig skiptingar á lokamínútum leiksins.
Dalvík/Reynir hélt út og unnu toppliðið eru eru nú í 2. sæti deildarinnar, en nokkur lið eiga leik inni og getur KFA jafnað liðið að stigum með sigri í sínum leik
Frábær úrslit og gott gengi liðsins heldur áfram í deildinni.