Dalvík vann Þórsara óvænt í Mjólkurbikarnum

Dalvík/Reynir og Þór frá Akureyri mættust í 32 liða úrslitum í Mjólkurbikarnum í gær og fór leikurinn fram á gervigrasinu á Dalvík. Þór eru í næst efstu deild og Dalvík/Reynir eru í 3. deildinni. Veðbankarnir reiknuðu því með þægilegum sigri Þórsara, en annað kom á daginn.

Það voru gestirnir frá Akureyri sem gerðu fyrsta markið, en því miður fyrir þá var markið sjálfsmark í eigið net. Staðan var því 1-0 fyrir Dalvík á 28. mínútu og var það einnig staðan í hálfleik.

Þjálfari Þórsara var ósáttur með leik sinna manna og gerði þrjár skiptingar í hálfleik og tvær aðrar um miðbik síðari hálfleiks, þegar staðan var enn 1-0 fyrir heimamenn.

Jóhann Örn Sigurjónsson skoraði annað mark heimamanna á 78. mínútu og kom þeim í þægilega stöðu 2-0 þegar skammt var eftir.

Þjálfari D/R gerði svo þrjár skiptingar í uppbótartíma til að hægja á leiknum.

Á 96. mínútu uppbótar tíma fékk Jón Björgvin Kristjánsson leikmaður D/R rautt spjald, en hann hafði aðeins verið inná vellinum í um 6 mínútur.

D/R hélt þetta út og vann frábæran sigur á Þór 2-0 og eru komnir í næstu umferð bikarsins sem leikin verður 26.-27. júní.