Dalvík vann Kormák vann á heimavelli
Dalvík/Reynir lék við Kormák/Hvöt í 3. deild karla í gær á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Dalvíkurvelli. Heimamenn höfðu tapað tveimur deildarleikjum í röð og gestirnir höfðu tapað síðustu þremur leikjum í deildinni og voru í botnbaráttu. Liðin mættust í bikarkeppninni í vor og vann Dalvík/Reynir þann leik 3-0.
Heimamenn komu mjög ákveðnir til leiks og gerðu þrjú mörk á fyrstu tuttugu og þremur mínútum leiksins. Vilhem Ottó skoraði fyrst á 9. mínútu, Númi Kárason aftur á 19. mínútu og Jóhann Örn á 23. mínútu, og staðan orðin 3-0. Gestirnir minnkuðu muninn strax í 3-1 á 24. mínútu og þannig var staðan í leikhlé.
Gestirnir gerðu tvær skiptingar á 57. mínútu, en Dalvík notaði tækifærið á 58. mínútu að skorað fjórða markið, staðan 4-1. Gestirnir gerðu tvær aðrar skiptingar áður en D/R gerði sína fyrstu skiptingu.
Gestirnir minnkuðu aftur muninn á 78. mínútu með marki úr vítaspyrnu, en lengra komust þeir ekki.
D/R vann góðan sigur 4-2 á heimavelli og eru nú efstir í deildinni eftir 7 umferðir en umferðinni er ekki lokið og getur því staðan breyst.