Dalvík/Reynir lék við KH á Valsvelli í dag í 13. umferð 3. deildar karla. D/R vann öruggan 4-0 sigur á heimavelli gegn KH í byrjun Íslandsmótsins. D/R byrjuðu leikinn mjög vel og voru komnir í 0-2 eftir tólf mínútur. Borja Laguna skoraði strax á 8. mínútu og Númi Kárason aftur á 12. mínútu og kom D/R í góða stöðu, 0-2. Heimamenn minnkuðu muninn á 35. mínútu og var staðan 1-2 í hálfleik.

D/R gerði eina skiptingu í hálfleik, en nýi enski leikmaðurinn Malakai Taylor kom inná fyrir Bjarma Óskarsson.

KH jafnaði leikinn snemma í fyrri hálfleik þegar Haukur Hilmarsson skoraði á 52. mínútu og var staðan skyndilega orðin 2-2.

Þjálfari D/R lék Viktor Daða inná fyrir Núma Kárason á 65. mínútu og gerði þrefalda skiptingu tíu mínútum síðar í leit að sigurmarkinu.

Viktor Daði skoraði svo þriðja mark D/R á 82. mínútu og kom þeim í 2-3. Vörnin hélt og fleiri mörk komu ekki og náði D/R því í þrjú mikilvæg stig í toppbaráttunni.

KFG,Víðir og Dalvík/Reynir eru nú öll með 25 stig í efstu sætum 3. deildar og er því baráttan galopin um sæti í 2. deild. Sindri er samt skammt undan og lúra með 24 stig í 4. sæti. Þrír sigrar í röð hjá Dalvík/Reyni.