Dalvík/Reynir og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar kepptu í gær í Lengjubikarnum í Boganum á Akureyri. KF komst yfir með marki Jóns Árna á 12. mínútu en Gunnar Már jafnaði leikinn fyrir Dalvík/Reyni á 38. mínútu og staðan því 1-1 í hálfleik. Dalvíkingar voru sterkari í síðari hálfleik og bættu við einu marki á 56. mínútu en þar var að verki Alexander Már. Leiknum lauk með 2-1 sigri Dalvíkur/Reynis. 47 áhorfendur voru á vellinum. KF eru því neðstir í riðlinum eftir þrjá leiki en spila næst gegn Ægi, laugardaginn 5. apríl.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.