Dalvík vann Augnablik á Dalvíkurvelli

Dalvík/Reynir mætti Augnablik í 11. umferð Íslandsmótsins í 3. deild karla í knattspyrnu. Dalvík hafði tapað þremur deildarleikjum í röð og Augnablik var í 2. sæti deildarinnar. Það var því búist við erfiðum leik fyrir heimamenn.

Heimamenn byrjuðu vel og skoraði Borja Laguna strax 7. mínútu og  setti tóninn fyrir leikinn.  Kristinn Rósbergsson skoraði aftur fyrir Dalvík/Reyni á 36. mínútu og kom þeim í 2-0. Þröstur Jónasson kom inná á 45. mínútu fyrir Aaron Akyeampng-Ekumah.

Borja Laguna skoraði sitt annað mark á 72. mínútu og kom heimamönnum í góða stöðu, staðan orðin 3-0.

Þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum minnkaði Augnablik muninn í 3-1.

Viktor Daði og Númi Kára voru settir inná um miðjan síðari hálfleik og undir lok leiksins kom Kristinn Freyr og Jóhann Örn inná.

Lokatölur leiksins 3-1 og mikilvægur sigur Dalvík/Reynis.

Dalvík er núna í 7. sæti með 14 stig.