Dalvík tapaði stórt gegn Aftureldingu í Lengjubikar

Dalvík/Reynir keppti við Aftureldingu í B-deild Lengjubikarsins í gær. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni, og voru 22 áhorfendur á leiknum. Afturelding var mun sterkari aðilinn í leiknum og voru 3-0 yfir í hálfleik. Þeir bættu svo við þremur mörkum og voru komnir í 6-0 áður en Dalvík/Reynir náði að skora, en markið gerði Angantýr Máni Gautason, sem er á 18 ári. Hann hafði komið inná sem varamaður á 40. mínútu og er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki eftir að hafa haft félagskipti úr KA í vikunni. Afturelding bætti svo við tveimur mörkum og vann leikinn örugglega 8-1, en síðasta markið var sjálfsmark.

Næsti leikur Dalvíkur/Reynis er gegn Álftanesi þann 18. mars næstkomandi.