Dalvík/Reynir lék við KFS í 3 .deild karla í dag í 6. umferð Íslandsmótsins. Leikurinn fór fram á heimavelli KFS, Hvolsvallarvelli. Liðin mættust í deildinni í fyrra og vann þá KFS heimaleikinn og D/R sinn heimaleik. KFS var í neðri hluta deildarinnar fyrir þennan leik en Dalvík/Reynir hafi byrjaði mótið glæsilega, en þó tapað síðasta leik í 5. umferð.

Það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta markið á 11. mínútu og komu sér í þægilega stöðu 1-0 og þannig var staðan í hálfleik.

Númi Kárason kom inná fyrir Jóhann Örn hjá D/R á 62. mínútu, en bara í næstu sókn skora heimamenn aftur og voru þeir komnir í 2-0 þegar tæpur hálftími var eftir.

Þjálfari Dalvíkur gerði þrefalda skiptingu skömmu eftir markið og freistu þess að komast inn í leikinn.

Dalvík náði ekki að skora í þessum leik og unnu heimamenn þægilegan 2-0 sigur. Annað tap D/R í röð í deildinni.