Dalvík/Reynir mætti Sindra frá Hornafirði í dag á Dalvíkurvelli í 3. deild karla í knattspyrnu. Dalvík hafði byrjaði mótið frábærlega og unnið fyrstu fjóra leikina. Sindri hafði einnig byrjað mótið ágætlega en var þó ekki í toppbaráttunni fyrir þennan leik. Liðin mættust í deildinni í fyrra vann D/R sinn heimaleik en tapaði svo á útivelli.
Það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 27. mínútu og var það Þröstur Jónasson sem skoraði sitt þriðja mark í deildinni í sumar.
Gestirnir frá Hornafirði áttu svo góðan kafla rétt fyrir hálfleik og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili og komust yfir 1-2 og þannig var staðan í hálfleik.
Sindri gerði eina skiptingu í hálfleik en þjálfari D/R gerði tvöfalda skiptingu á 62. mínútu til að freista þess að jafna leikinn.
Seint í uppbótartíma skoraði Sindri sitt þriðja mark og komust í 1-3 og urðu það lokatölur leiksins.
Dalvík/Reynir er enn í efsta sæti deildarinnar þrátt fyrir þetta tap.