Dalvík/Reynir heimsótti KFA í Fjarðabyggð í gær í 15. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla í knattspyrnu. KFA er sameinað lið frá Austfjörðum og er eina liðið sem er ósigrað í deildinni, og er á toppnum.

D/R gat með sigri náð toppsætinu, en KFA gat náð 5 stiga forystu með sigri.

Leikurinn var jafn og skemmtilegur og hart tekist á. Heimamenn náðu forystu seint í fyrri hálfleik og leiddu 1-0 þegar dómarinn flautaði til hlés.

Þjálfari D/R gerði eina breytingu í hálfleik og kom Florentin inná í sóknina, en hann er nýr leikmaður liðsins. Hann var sprækur í síðari hálfleik og var óheppinn að skora ekki mark þegar bjargað var á línu snemma í síðari hálfleik.

Bæði lið skoruðu mörk í síðari hálfleik en voru dæmd af vegna rangstæðu. Heimamenn reyndi að róa leikinn í síðari hálfleik og tóku sér tíma í allar aðgerðir.

D/R voru óheppnir ná ekki inn jöfnunarmarki í leiknum. Hamdja Kamara fékk sitt annað gula spjald hjá D/R í uppbótartíma og léku þeir því einum færri í andartak.

KFA hélt út og sigraði 1-0, en D/R eru enn í 2. sæti með 26 stig, en þrjú önnur lið hafa 26 stig og er mikil barátta um þetta sæti í deildinni.