Dalvík/Reynir og Víkingur Reykjavík mættust á Dalvíkurvelli í dag í Lengjubikarnum.
Víkingar eru ógnarsterkir og með mjög sterkan leikmannahóp.
Gestirnir skoruðu tvö mörk með stuttu millibili um miðjan fyrri hálfleik og leiddu 0-2 í hálfleik.
Dalvíkingar gerðu tvær skiptingar í hálfleik og einnig gestirnir.
Seinni hálfleikur var rétt byrjaður þegar Íslandsmeistararnir gerðu sitt þriðja mark og skömmu síðar það fjórða. Víkingur gerði svo þrefalda skiptingu á 65. mínútu í stöðunni 0-4.
Fimmta markið kom svo í uppbótartíma hjá Víkingi og urðu lokatölur 0-5.