Dalvík sótti stig í Njarðvík

Dalvík/Reynir og Njarðvík mættust á Rafholtsvellinum í Njarðvík í dag í 2. deild karla. D/R þurfti sárlega á sigri að halda til að komast úr botnsætinu en Njarðvík hefur verið í toppbaráttunni í sumar og stutt frá efstu liðum deildarinnar. Fyrri leikur liðanna í sumar fór 1-1, en búist var við erfiðum leik fyrir gestina.

Hvorugt liðanna tókst að skora í fyrri hálfleik en heimamenn skoruðu fyrsta mark leiksina á 49. mínútu og komust í 1-0 með marki frá Ivan Prskalo, hans 5 mark í sumar í 11 leikjum.

Sléttum 20 mínútum síðar jafnaði Dalvík/Reynir metin með marki frá ÁkiaSölvasyni, hans 7 mark í 13 leikjum í sumar í deildinni og bikarnum.  Sölvi er lánsmaður frá KA og hefur staðið sig vel í sumar fyrir D/R.

Fleiri urðu mörkin ekki, og gott stig í hús fyrir D/R, en þeir eru komnir með 11 stig, en eru áfram í neðsta sæti og þurfa svo sannarlega að fara vinna leiki.

Rafholtsvöllurinn í Njarðvík: Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon