Dalvík/Reynir og Njarðvík mættust á Dalvíkurvelli í dag í 12. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. Njarðvík var í 2. sæti deildarinnar og þurftu sigur til að saxa á forskot Fjölnis á toppi deildarinnar. Njarðvík hefur aðeins hikstað í síðustu umferðum en liðið hafði ekki unnið leik í þremur síðustu deildarleikjum, tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli.  Dalvík/Reynir hafði aftur á móti tapað síðustu fjórum deildarleikjum og voru í neðsta sæti deildarinnar.

Dalvík/Reynir stillti upp sterku liði og var Borja Laguna í byrjunarliðinu og Þröstur Jónasson bar fyrirliðabandið. Nokkuð rok var á meðan leiknum stóð og hafði áhrif á leikinn, en hitastigið var gott eða um 17 stig.

Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik, en bæði lið náðu þó í gult spjald, og var fyrirliði D/R á gulu spjaldi allan síðari hálfleik.

Borja Laguna og Jóhann Örn fengu einnig gult spjald um miðjan síðari hálfleik og þurftu þeir einnig að fara gætilega í tæklingar það sem eftir lifði leiks.

Svo fór að hvorugu liðinu tókst að skora og endaði leiknum með markalausu jafntefli.

D/R er enn í neðsta sæti með 8 stig í deildinni.