Dalvík/Reynir og ÍR mættust í 20. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla. Leikurinn fór fram á heimavelli ÍR í Breiðholtinu. Miklar rigningar hafa verið í Reykjavík og frestaðsti leikurinn um 30. mínútur þar sem dómarinn taldi völlinn ónothæfan, gervigrasið lélegt, tætt og rifið. Heimamenn fór strax að vinna í að koma vellinum í betra stand og hófst leikurinn 14:30.

Mikið var undir fyrir bæði lið í toppbaráttunni. ÍR mátti alls ekki tapa þessum leik til að halda sér enn möguleika á 2. sæti og D/R gat farið langt með sigri til að landa sér sæti í 1. deildinni.

Bæði lið stilltu upp sterkum leikmönnum í byrjunarliði. ÍR eru með markahæsta leikmann mótsins, Braga Karl Bjarkason, en hann hefur gert 19 mörk í deildinni.  Hjá D/R heur Áki Sölvason gert 10 mörk í 15 leikjum og hefur hann átt mjög gott tímabil. Báðir þessir markaskorarar voru í byrjunarliði í dag.

Markalaust var í hálfleik í leiknum og spiluðu leikmenn varlega og voru þéttir fyrir. Ekkert mark var heldur skorað í síðari hálfeik og endaði leikurinn með 0-0 jafntefli. ÍR fengu fleiri færi en mörkin duttu ekki inn í dag. D/R misstu mann af velli þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af seinni hálfleik.

D/R eru enn efstir í deildinni með 39 stig og þurfa aðeins einn sigur í viðbót úr síðustu tveimur leikjunum til að tryggja sér sæti í 1. deildinni að ári.

KFA fylgja fast á eftir og eru með 38 stig í 2. sæti. ÍR er í 3. sæti með 35 stig og Höttur/Huginn með 33 stig.