Dalvík/Reynir mætti Völsungi á Húsavík í lokaleik Íslandsmótsins í 2. deild karla. Bikarinn fór á loft í leikslok. Frábært tímabil hjá sterku liði D/R.

Borja Laguna skoraði fyrsta mark leikins á 14. mínútu þegar D/R fengu víti. Staðan 0-1 og gestirnir komnir yfir.

Aron Máni Sverrisson skoraði annað mark D/R á 37. mínútu og kom gestunum í 0-2. Dalvík/Reynir leiddu því í hálfleik.

Þjálfari D/R gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og inná komu Angantýr Gautason og Kári Gautason fyrir Rúnar Helga og Jóhann Örn.

D/R safnaði nokkrum gulum spjöldum í leiknum og enduðu í 5 gulum frá dómara leiksins.

Fleiri skiptingar komu eftir miðjan síðari hálfleik hjá D/R en Tómas Þórðarson og Elvar Freyr Jónsson komu inná fyrir Viktor Daða og Aron Mána.

Þorvaldur Daði Jónsson kom útaf fyri D/R á 89. mínútu og inn á kom Gunnlaugur Baldursson.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og vann D/R leikinn örugglega 0-2 og lyftu bikarnum á loft. Liði spilar í Lengjudeildinni á næsta ári en það er ÍR sem fylgir liðinu upp.