Dalvík/Reynir tók á móti KFG á Dalvíkurvelli í 8. umferð Íslandsmótsins. KFG var við botn deildarinnar en voru þó að rífa sig í gang í síðustu leikjum. D/R gat með sigri nálgast toppliðin.
Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og skoraði Sindri Sigurðarson á 11. mínútu og kom D/R í 1-0. Hans annað mark í deildinni í sumar. Martim Cardoso skoraði svo á 44. mínútu og var því D/R 2-0 yfir í hálfleik. Var þetta hans þriðja mark í deildinni í sumar.
Gestirnir byrjuðu svo seinni hálfleik af krafti og skoruðu strax á 46. mínútu og minnkuðu muninn í 2-1 með marki frá Djordje Biberdzic. Hans fyrsta mark í deildinni en hann kom frá Haukum fyrir tímabilið og var áður hjá Val og KH.
Sævar Þór Fylkisson kom inná fyrir Sindra Sigurðarsson á 53. mínútu. Gestirnir gerðu einnig skiptingar í síðari hálfleik.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og vann D/R góðan sigur 2-1 og er liðið í 5. sæti með 13 stig og er stutt í næstu lið.