Lokaumferðin í Lengjudeild karla fór fram í dag og mætti Dalvík/Reynir Þrótti frá Reykjavík á Dalvíkurvelli.
Gestirnir fengu vítaspyrnu á 15. mínútu og skoraði Kári Kristjánsson, staðan 0-1 fyrir Þrótt. Kári var aftur á ferðinni um 15 mínútum síðar og kom Þrótt í 0-2.
Heimamenn náðu að minnka muninn fyrir leikhlé þegar Hassan skoraði fyrir D/R. Staðan 1-2 í hálfleik.
Þróttur skoraði þrjú mörk á 7 mínútua kafla í seinni hálfeik og var staðan skyndilega orðin 1-5 þegar rúmar 25 mínútur voru eftir af leiknum.
Hassan skoraði aftur á 76. mínútu og minnkaði muninn í 2-5. Fleiri mörk voru ekki skoruð þrátt fyrir nokkrar innáskiptingar beggja liða.
D/R tapaði því síðustu 5 leikjum deildarinnar og spilar í 2. deild á næsta ári.