Dalvík/Reynir og Kórdrengir mættust á Framvellinum í dag í 2. deild karla í knattspyrnu. Kórdrengir unnu sinn leik í fyrstu umferð en Dalvík gerði jafntefli. Kórdrengjum er spáð í efstu sætunum í deildinni, en liðið hefur styrkt sig talsvert frá síðasta tímabili.
Það voru heimamenn sem skoruðu mörkin í þessum leik, og komu þau á góðum tímapunkti fyrir Kórdrengi. Jordan Damachoua sem spilaði með KF í fyrra gerði fyrsta mark Kórdrengja á 44. mínútu, og var staðan því 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn. Strax í upphafi síðari hálfleiks skoruðu Kórdrengir aftur og komust í 2-0 með marki frá Aaron Robert Spear. Strax eftir seinna markið kom Rúnar Freyr inná fyrir Kristján Frey. Dalvík/Reynir gerði svo tvöfalda skiptingu á 61. mínútu þegar Viktor Daði og Rúnar Helgi komu inná fyrir Núma Kára og Steinar Loga.
Á 67. mínútu skora svo heimamenn sitt þriðja mark og gera út um leikinn. Markið gerði Þórir Rafn Þórisson. Á 78. mínútu gerði D/R aðra tvöfalda skiptingu þegar Halldór Jóhannesson og Jóhann Örn komu inná fyrir Borja Laguna og Jimenez.
D/R eru með 1 stig eftir tvo leiki og spila næst við ÍR á Hertz-velllinum í Breiðholtinu.