Sóknarmaður Hassan Jalloh hefur samið við meistaraflokk karla hjá Dalvík/Reyni og mun hann klára tímabilið með liðinu á lánssamningi. Hassan kemur frá Grindavík en þar áður lék hann með HK og hefur leikið á Íslandi frá 2022. Hann hefur leikið 68 KSÍ leiki á Íslandi og skorað 14 mörk. Hans besta tímabil var með HK árið 2022 þegar hann skoraði 1o mörk í deild og bikar í 25 leikjum.  Næsta tímabil með HK var ekki eins gott þegar hann spilaði 31 leik og skoraði aðeins tvö mörk í Mjólkurbikarnum. Hann hefur leikið 12 leiki með Grindavík í ár og skorað tvö mörk.

Samkvæmt vef KSÍ þá er leikmaðurinn kominn með leikheimild með liðinu, frá og með 19. júlí.

Hassan er 25 ára kraftmikill sóknarmaður sem getur leyst nokkrar stöður framarlega á vellinum.

D/R hefur aðeins náð að skorað eitt mark að meðaltali í fyrstu 12 leikjum Íslandsmótsins, og er því Hassan góð viðbót til að koma inn fleiri mörkum fyrir liðið.